UM OKKUR

Hjá Draumabílum starfa miklir reynsluboltar það eru þeir Agnar Bergmann Löggiltur bifreiðasali og Erlingur Cooper Ökutækja söluráðgjafi sem starfað hafa í bílasölu í yfir 20 ár og má því segja að þeir séu orðnir sérfæðingar í bílasölu.  Draumabílar bílasala er í eigu Norðurhrauns ehf sjá nánar á www.nordurhraun.is  

Rekstraraðili :

Norðurhraun ehf. kt.480722-2210 —- Virðisaukaskattsnúmer 146052

Bankaupplýsingar :  Íslandsbanki 0515-26-480722

GJALDFRJÁLST/FRÍTT

Það er velkomið að skrá þitt ökutæki á söluskrá hjá okkur í höfuðstöðvum okkar á Háaleitisbraut 12, 108 Reykjavík,  þar sem myndasmiður okkar myndar ökutækið og útbýr auglýsingu sem við birtum svo á vefsíðu Draumabíla. Einnig er hægt að skrá ökutækið hér á heimsasíðunni (setja þá hér hnapp eða slóð á skráningarlinkinn)    

Söluskráningar birtast einnig inn á www.bilasolur.is  Söluskráning er gjaldfrjáls (frítt). Eingöngu er greidd þóknun ef ökutækið er selt eða notað í ökutækjaskipti og/eða ökutæki notað sem greiðsla uppí annað.

VERÐSKRÁ

Lágmarkssöluþóknun fyrir eitt ökutæki eru kr. 89.900- með virðisaukaskatti, einum eigendaskiptum, ferilskrá/veðbók.

Söluþóknun fyrir ökutæki sem selst á eða yfir kr. 1.700.000- er 4,2% af söluandvirði auk virðisaukaskatts.

+ Eigendaskipti til Samgöngustofu kr. 3.500- og Ferilskrá/veðbók kr. 2.500-  með virðisaukaskatti. 

Ef um ökutækjaskipti er að ræða og/eða ökutæki notað sem greiðsla uppí annað, er greidd söluþóknun af báðum ökutækjum. 

Umsýslugjald vegna lánaumsýslu (m.a. Pei, VISA, Euro, Netgíró) er að lágmarki kr. 25.000 m/vsk.

Birt með fyrirvara um villur og/eða breytingar.

VIÐSKIPTAVINIR HAFIÐ Í HUGA

Draumabílar (Norðurhraun ehf) bera ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna verða á ökutækjum á sýningarsvæði okkar og eða í reynsluakstri. Engin ábyrgð er tekin á lausamunum í ökutækjum né bíllyklum af nokkru tagi.

Bílar og tæki eru ekki tryggð gegn þjófnaði eða óhöppum, viðskiptavinum er bent á að huga að sínum tryggingum.

Við reynsluakstur er miðað við 20 mín, nema um annað sé samið.

Við reynsluakstur skal viðskiptavinur ávallt framvísa starfsmönnum Draumabíla gildu ökuskírteini.

Athygli kaupanda og seljanda er vakin á því að fara með ökutæki til ástandsskoðunar hjá óháðum aðilum fyrir kaup og sölu.

Á kaupanda bifreiða/ökutækja hvílir rík skoðunarskylda samkvæmt lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup.

Upplýsingar sem birtar eru á heimasíðu Draumabíla eru ekki ábyrgðarskyldar og eru settar fram eftir bestu vitund, bent er á skoðunarskyldu væntanlegra kaupenda.

Draumabílar (Norðurhraun ehf) ábyrgist ekki að upplýsingar á vefnum séu ávallt aðgengilegar og uppfærðar og taka enga ábyrgð gagnvart skaða sem hljótast kann af völdum notkunar á vefnum, skorts eða rangra upplýsinga á vefnum.

Draumabílar (Norðurhraun ehf) er á engan hátt ábyrgt fyrir þeim fjárfestingarákvörðunum sem kunna að vera teknar á grundvelli þeirra upplýsinga sem birtar eru á hér vefnum.