UM OKKUR

Við hjá Draumabílum leggjum mikla áherslu á faglega og góða þjónustu, auk þess að sinna söluferli bílsins vel. Markmið okkar er að hafa bílaviðskiptin á mannamáli og leiðum viðskiptavini okkar á einfaldan hátt í gegnum ferlið.

Þú getur skráð ökutækið þitt frítt hjá okkur og við sjáum um að mynda bifreiðina og setja hana í söluferli. Auk þess er hægt að skrá bílinn rafrænt hér á heimasíðunni.

GJALDFRJÁLST/FRÍTT

Þér er velkomið að skrá þitt ökutæki á söluskrá hjá okkur í höfuðstöðvum okkar á Háaleitisbraut 12, 108 Reykjavík. Þar tekur myndasmiður okkar á móti þér og myndar ökutækið, útbýr auglýsingu og setur í söluferli. Einnig er hægt að skrá ökutækið rafrænt hér á heimsasíðunni (linkur) Söluskráning er gjaldfrjáls (frítt).

Eingöngu er greidd þóknun ef ökutækið er selt eða notað í ökutækjaskipti og/eða ökutæki notað sem greiðsla uppí annað. Söluskráningar eru birtar inn Bílasölur.is og Draumabílar.is

VERÐSKRÁ

Lágmarkssöluþóknun fyrir eitt ökutæki eru 89.900- kr. með virðisaukaskatti, einum eigendaskiptum og ferilskrá/veðbók.

Söluþóknun fyrir ökutæki sem selst á eða yfir 1.750.000- kr. er 3,9% af söluandvirði auk virðisaukaskatts. + Eigendaskipti kr. 3.500- kr. og Ferilskrá/veðbók kr. 2.500- kr.

Ef um ökutækjaskipti er að ræða og/eða ökutæki notað sem greiðsla uppí annað, er greidd söluþóknun af báðum ökutækjum.

Einfaldur skjalafrágangur er 29.900- kr. með vsk Skjalafrágangur m/lánsumsókn 39.900- kr. með vsk.

Umsýslugjald vegna lánaumsýslu (m.a. Pei, VISA, Euro, Netgíró) er að lágmarki kr. 25.000 m/vsk.

Birt með fyrirvara um villur og/eða breytingar.

VIÐSKIPTAVINIR HAFIÐ Í HUGA

Draumabílar bera ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum á sýningarsvæði okkar og eða í reynsluakstri.

Engin ábyrgð er tekin á lausamunum í ökutækjum né bíllyklum af nokkru tagi. Bílar og tæki eru ekki tryggð gegn þjófnaði eða óhöppum, viðskiptavinum er bent á að huga að sínum tryggingum.

Við reynsluakstur er miðað við 20 mín, nema um annað sé samið. Við reynsluakstur skal viðskiptavinur ávallt framvísa gildu ökuskírteini.

Athygli kaupanda og seljanda er vakin á því að fara með ökutæki til ástandsskoðunar hjá óháðum aðilum fyrir kaup og sölu. Á kaupanda bifreiða ökutækja hvílir rík skoðunarskylda samkvæmt lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup.

Upplýsingar sem birtar eru á heimasíðu Draumabíla eru ekki ábyrgðarskyldar og eru settar fram eftir bestu vitund. Draumabílar ábyrgist ekki að upplýsingar á vefnum séu ávallt aðgengilegar og uppfærðar og taka enga ábyrgð gagnvart skaða sem hljótast kann af völdum notkunar á vefnum, skorts eða rangra upplýsinga á vefnum.

Draumabílar er á engan hátt ábyrgir fyrir þeim fjárfestingarákvörðunum sem kunna að vera teknar á grundvelli þeirra upplýsinga sem birtar eru hér á vefnum.

STAÐSETNING

Verið velkomin til okkar í Háaleitisbraut 12, 108 Reykjavík.

REKSTRARAÐILI

AP Bílar ehf.
Háaleitisbraut 12, 108 Reykjavík
Kt. 630318-0680
Vsk.nr. 152736

Bankaupplýsingar :  Landsbanki 0133-15-007367

Félagið er hlutafélag sem skráð er í hlutafélagaskrá og starfar samkvæmt gildandi lögum og reglum um ökutækjaviðskipti.